MND félagið á Íslandi færði Bráðadeild Heilbrigðisstofnunarinnar að gjöf sérhannaða dýnu, sem hefur nýst MND sjúklingum og öðrum mikið veikum einstaklingum einstaklega vel. AirO dýnan er hönnuð til að fyrirbyggja legusár og vera þægileg fyrir þá sem þurfa að liggja mikið og lengi. Hún var hönnuð af MND sjúklingi, Ingu Nordin, sem fann hvergi dýnu, sem hentaði henni í veikindum hennar. Dýnan er mjög dýr og því er hugulsemi MND félagsins og rausnarskapur með eindæmum.

Dýnan er gefin með þakklæti fyrir það, hvernig Heilbrigðisstofnuninni og viðkomandi deildum hennar hefur tekist að byggja upp þjónustu sína og umönnun við MND sjúka.

Það voru feðgarnir Aron Guðmundsson og Guðmundur Salómon Ásgeirsson, sem færðu okkur dýnuna fyrir hönd MND félagsins þ. 8. júlí s.l.  Vill Heilbrigðisstofnunin og starfsmenn hennar færa þeim og félaginu kærar þakkir fyrir. Upplýsingar um dýnuna má sjá hér: http://www.jarven.se/lib//air0_folder_a4_4sid_web.pdf


Guðmundur S. Ásgeirsson, Rannveig Björnsdóttir deildarstjóri Bráðadeildar, Hörður Högnason og Aron Guðmundsson

Höf.:HH