Í kjölfar samnings Ísafjarðarbæjar við SKG veitingar ehf. verður sölu á mat frá eldhúsi FSÍ til Hlífar hætt þann 1. október n.k.

Þann 28. febrúar s.l. sagði Ísafjarðarbær upp samningi milli Þjónustudeildar Hlífar og Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ á sölu tilbúinna máltíða og hráefnis til kvöld- og morgunverðar frá 25. maí 2000.  Gerður var skammtíma samningur sem nú hefur runnið út og nýjir aðilar taka við þjónustunni frá og með morgundeginum.

Á þessum tímamótum skal íbúum og starfsfólki Hlífar þökkuð góð viðskipti í gegn um árin og þeim óskað velfarnaðar.

Þess má geta að á síðasta ári voru afgreiddir 20.310 matarskammtar á Hlíf og var það aukning um 220 á milli ára. 


Höf.:ÞÓ