Hvernig er hægt að endurnýja föst lyf ?

Rafræn endurnýjun lyfseðla er gerð í gegnum Heilsuvera.is. Til innskráningar þarf rafræn skilríki.
Sjá nánar Heilsuvera – mínar heilbrigðisupplýsingar á vef Landlæknis.

Hér eru nokkur fræðslumyndbönd um Heilsuveru og notkun hennar:  https://www.heilsuvera.is/minar-sidur-leidbeiningar/

Í Heilsuveru er ekki hægt að endurnýja sýklalyf eða sterk verkjalyf (ópíóíða).

Reglur um lyfjaendurnýjanir

  • Reikna má með að afgreiðsla lyfja taki allt að 2 virka daga.
  • Lyfjaendurnýjun í síma á aðeins við um föst lyf.
  • Vinsamlegast farið ekki fram á annað við heilbrigðisgagnafræðinga eða lækna þar sem um samræmdar reglur er að ræða til að bæta gæði þjónustunnar.
  • Mikilvægt er fyrir sjúklinga að verða ekki lyfjalausir og því best að fá lyf endurnýjuð 3-4 dögum (2 virkum dögum) áður en síðasti skammtur er búinn.

Lyfjaávísanir

  • Viðtal við lækni er alltaf fyrsta skrefið í ávísun lyfja.
  • Í viðtali fer fram greining á vanda og í kjölfarið tekin ákvörðun um lyfjameðferð.
  • Í viðtali er hægt að fá fjölnota lyfseðil.

Lyfjaendurnýjun

  • Hentugast er að óska eftir lyfjaendurnýjun í gegnum Heilsuveru. Til þess þarf rafræn skilríki.
  • Á mínum síðum á Heilsuveru er yfirlit yfir þau lyf sem sjúklingur hefur fengið ávísuð síðustu þrjú ár og hvort lyfseðill sé fullnýttur.
  • Einnig er hægt endurnýja lyfseðla í lyfjasíma alla virka daga milli 10-11 í síma 450-4500, bíða eftir símsvara og svo velja 3.

Hvaða lyf er hægt að endurnýja

  • Hægt er að óska eftir endurnýjun lyfja sem tekin eru að staðaldri og hafa verið ávísað af heimilislækni eða öðrum lækni.
  • Sýklalyf, sterk verkjalyf, róandi lyf eða svefnlyf eru eingöngu endurnýjuð í viðtali hjá lækni.

Fjölnota lyfseðlar

  • Lyf sem notuð eru að staðaldri eru jafnan sett upp sem fjölnota lyfseðill.
  • Slíkir lyfseðlar duga í allt að eitt ár.

Uppfært 8. nóvember 2023 (JEÚ)

Var síðan gagnleg?