Í gær þann 28. maí var samþykkt að ráða Huldu Karlsdóttur hjúkrunarfræðing sem deildarstjóra hjúkrunardeildar í Bolungarvík. Hulda er fædd árið 1955 og lauk prófi frá Nýja hjúkrunarskólanum 1978.

Hulda hefur sótt ýmis námskeið í stjórnun, öldrunarfræðum og öðru tengdu hjúkrun bæði hér heima og erlendis.
Hulda hefur starfað hjá Heilbrigðisstofnuninni Bolungarvík óslitið frá árinu 1997 og með litlum hléum allt frá árinu 1987.  Hulda hefur verið hjúkrunarforstjóri hjá Heilbrigðisstofnuninni Bolungarvík allt til áramóta 2008/2009.


Höf.:ÞÓ