Helgi Sigmundsson sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum er mættur til starfa við Heilbrigðisstofnunina Ísafjarðarbæ.

Helgi Sigmundsson sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum er mættur til starfa við Heilbrigðisstofnunina Ísafjarðarbæ. Hann lauk námi við Læknadeild Háskóla Íslands árið 1993 og vann eftir það við Landsspítala/Háskólasjúkrahús og St. Jósefsspítala til ársins 1996 en þá flutti hann hingað vestur. Hér var hann þar til í júní 1998 þegar hann fluttist til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til Iowa City í Iowa þar sem hann stundaði nám í lyflækningum. Þegar því var lokið í júní 2001 hélt hann til Cleveland þar sem hann lærði lækningar meltingarsjúkdóma við Cleveland University Hospitals /Case Western Reserve University. Hægt er að heimsækja heimasíður þessara spítala á eftirfarandi slóðum: http://www.uihealthcare.com (Iowa) og http://www.uhhs.com (Cleveland).
Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ tekur við tímapöntunum alla virka daga kl. 8:00-16:00.


Höf.:SÞG