Endurhæfingardeild Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ hefur fengið tækjabúnað að gjöf frá ýmsum aðilum.

Minningarsjóður FSÍ um Úlf Gunnarsson yfirlækni gaf stuttbylgjutæki sem er öflugt tæki til meðhöndlunar á meðal annars gigt og stoðkerfisvandamálum. Tækið er mjög fullkomið og þægilegt í notkun og er með innbyggðum meðferðum fyrir sjúkdómsgreiningar innan sjúkraþjálfunar.

 

 

Þjálfunarhjól og stóll frá Oddfellowstúkunni Gesti á Ísafirði. Á hjólinu er hægt að æfa bæði hendur og fætur. Innbyggð tölva er í hjólinu og mælir hve mikið er tekið á með hvorum fæti, vegalengd, tíma og fleira. Einnig tekur hjólið við og hjólar ef einstaklingur hefur ekki kraft til að hjóla sjálfur.

 

 

Tog-tæki, gjöf frá Verkalýðsfélagi Vestfjarða.

 

Þetta er tæki sem er með stafrænum stillingum og leysir af hólmi gamalt togtæki sem notað hefur verið síðan deildin opnaði. Nýja tækið er í alla staði mun þægilegra í notkun bæði fyrir sjúklinginn og sjúkraþjálfarann og gefur fleiri möguleika í meðferð en gamla tækið.

 

Þess má geta að í ár eru 20 ár síðan Endurhæfingardeildin opnaði á neðstu hæð Sjúkrahússins, en hún var áður staðsett á rishæðinni í gamla sjúkrahúsinu.

 

 

 Höf.:SÞG