Lionsklúbbur Ísafjarðar er 50 ára um þessar mundir. Í tilefni af þeim merku tímamótum færði klúbburinn Öldrunardeildinni að gjöf 40″ LCD flatskjársjónvarp og heimabíókerfi.

Bjarndís Friðriksdóttir, forseti klúbbsins, afhenti tækin ásamt klúbbfélögum og Jóni Gröndal, umdæmisstjóra.
Gjöfin kemur sér einkar vel og er Lionsfélögum á Ísafirði færðar kærar þakkir fyrir hana, um leið og við starfsfólk Öldrunardeildar og Heilbrigðisstofnunarinnar óskum þeim til hamingju með afmælið.


Höf.:HH