Það er starfsmönnum Heilbrigðisstofnunarinnar mjög mikils virði að finna, að störf þeirra skipti máli í lífi samborgara sinna. Sextán barnabörn Róslaugar heitinnar Agnarsdóttur sýndu það í verki þ. 4. maí s.l., þegar þau færðu legudeildum HV á Ísafirði veglega peningagjöf í minningu hennar. Gjöfinni verður varið til að bæta aðstæður mikið veikra sjúklinga á legudeildunum. Hugulsemi þessa myndarlega hóps 16 ungmenna er mikil og vilja starfsfólk og stjórnendur HVEST koma á framfæri kærum þökkum til þeirra. Þau eiga svosem ekki langt að sækja gott hjartalag, því Bíi, afi þeirra og eiginmaður Róslaugar, hefur oft komið að stórgjöfum til sjúkrahússins á umliðnum árum.

Sömu frænkur bættu um betur þ. 19. maí s.l., á afmælisdegi Róslaugar heitinnar (f: 1940) og færðu legudeildunum að gjöf frá barnabörnunum í minningu hennar s.k. „hælkrók“, en hann auðveldar notendum að fara úr skóm sínum; hið mesta þarfaþing, sem þakkað er kærlega fyrir.


Rannveig Björnsdóttir og Hildur E. Pétursdóttir deildarstýrur legudeildanna taka við gjöfinni. Í miðið standa tveir gefendanna, Helga Þuríður Hlynsdóttir Hafberg og Agnes Lára Agnarsdóttir


Helga Þuríður og Agnes Lára með hælkrókinn

Höf.:HH