Á dögunum var Minningarsjóði Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði um Úlf Gunnarsson, s.k. Úlfssjóði, færð stór peningagjöf til minningar um Hildi Svövu Jordan, eða kr. 250.000.-

 

Gefandi er Hanna Sigurðardóttir, móðursystir Hildar. Hanna er Ísfirðingur, dóttir Hildar og Súdda (Sigurðar Sigurðssonar, kennara) sem lengi bjuggu að Urðarvegi 2 á Ísafirði.

 

Hildur Svava Jordan, flugfreyja, Hiddý, eins og flestir þekktu hana, var fædd 1947 og alin upp á Ísafirði. Hún hafði alltaf sterkar taugar til bæjarins og heimsótti hann oft eftir að hún hleypti heimdraganum. Hún lést af afleiðingum slyss aðeins 50 ára gömul árið 1997.

Höf.:HH