Fjölnir Freyr Guðmundsson meltingarfæraskurðlæknir hefur hafið störf við Heilbrigðisstofnunina Ísafjarðarbæ.

Fjölnir er fæddur á Akureyri 1966. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1986 og fór þaðan í læknadeild HÍ þar sem hann útskrifaðist 1993. Þá hélt hann utan og fékk sérfræðiréttindi í almennum skurðlækningum árið 2000 og í meltingarfæraskurðlækningum 2004 í Bergen í Noregi. Þá lauk hann Doktorsnámi í júní 2004. Doktorsverkefnið fjallaði um aukinn kviðarholsþrýsting í tengslum við alvarleg slys og sjúkdóma.  Fjölnir stundaði einnig nám í heilbrigðisstjórnun við viðskiptaháskóla í Bergen í Noregi 2002.  
Fjölnir hóf störf þann 1. september sl. á Ísafirði. Hann er kvæntur Jónínu Guðjónsdóttur og eiga þau 3 börn.
Starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar býður Fjölni velkominn til starfa.
 


Höf.:SÞG