Breyting verður á umsóknum vegna ferðakostnaðar innanlands frá 1. júlí 2024, vegna breytinga á reglugerð nr. 1140/2019

Lykilbreytingar eru þessar og gilda um ferðir sem eru farnar 1. júlí 2024 og síðar:

  1. Grunnréttur sjúkratryggðra til greiðsluþátttöku í ferðakostnaði verða fjórar ferðir, í ferðum umfram 20 km á hverju almanaksári.
    Rétturinn hefur verið 3 ferðir á ári frá síðustu áramótum, en hafði þar áður lengi verið tvær ferðir á hverjum 12 mánuðum.
    Áfram er skilyrði að um sé að ræða nauðsynlega sjúkdómsmeðferð sem ekki er hægt að fá í heimabyggð.
  1. Ekki þarf lengur að skila læknisvottorði vegna grunnréttarins sem nú verður fjórar ferðir á almanaksári. Einstaklingur getur snúið sér til umboðs Sjúkratrygginga hjá sýslumönnum um landið og fengið ferðakostnað greiddan á grundvelli ferðagagna á borð við flugmiða eða greiðslukvittunar fyrir eldsneyti. Ef rafrænn reikningur fyrir komu í heilbrigðisþjónustu liggur fyrir hjá Sjúkratryggingum þarf engum frekari gögnum að skila. Liggi slíkur reikningur ekki fyrir þarf að sýna fram á greiðslu fyrir komu eða aðra staðfestingu á komu.  Gögnum má skila með rafrænum hætti.
  1. Læknar og ljósmæður þurfa áfram að sækja um ferðakostnað vegna ítrekaðra ferða í tengslum við alvarlega sjúkdóma. Sótt er um slíkan ferðakostnað á eyðublaðinu Skýrsla vegna ferðakostnaðar innanlands, sem aðgengilegt er á vefsíðu sjúkratrygginga undir Eyðublöð.

Fyrirspurnir má senda á ferdakostnadur@sjukra.is

Enn aukið við rétt til ferðakostnaðar innanlands 2024 | Sjúkratryggingar (island.is)