Ákveðið hefur verið að Fasteignir ríkissjóðs (FR) taki í áföngum við umsjón og rekstri fasteigna sem nú eru reknar af heilbrigðisstofnunum.

Í fyrsta áfanga (2008) mun FR meðal annars taka við fasteignum heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum.
Í því felst að FR taka að sér viðhald og endurbætur á húsnæði með hliðstæðum hætti og þegar á við um framhaldsskóla og löggæslustofnanir.

Heilbrigðisráðuneytið mun beita sér fyrir nauðsynlegum fjárveitingum til stofnana sem standi undir kostnaði við húsaleigusaminga framvegis.

Fulltrúar FR hafa nú þegar komið í fyrstu heimsókn til Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ og Heilbrigðisstofnunarinnar Bolungarvík til að kynna sér aðstæður.


Höf.:ÞÓ