Í dag hættum við að senda pappírsreikninga vegna þjónustu og komugjalda á heilsugæslum, rannsóknadeild, myndgreiningadeild og slysa- og skurðdeild. Reikningar koma á Mínar síður á Ísland.is og kröfur í heimabanka.

Þetta er liður í því að minnka pappírsnotkun og einfalda verkferla.

Áfram verða sendir reikningar vegna dvalargjalda, komur á endurhæfingardeild og ýmislegt smálegt. Móttakendur þessara reikninga eru margir hverjir án rafrænna skilríkja. Hægt er að afþakka pappírsreikninga með því að senda tölvupóst á bokhald@hvest.is.

Í þessu samhengi má minna á að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, eins og aðrar ríkisstofnanir, er hætt að taka við pappírsreikningum frá birgjum. Þess í stað skal senda XML-reikninga, sjá fyrir neðan. Þetta hefur reynst afar vel og minnkar vinnu allra hlutaðeigandi.

Reikningar og kennitala

Kennitala stofnunarinnar er 650914-0740.

Eins og aðrar ríkisstofnanir tökum við eingöngu við reikningum á rafrænu (XML)-formi. Slíkt form sparar bæði sendanda og okkur mikinn tíma og eykur áreiðanleika bókhalds. Fjársýslan er með gott yfirlit yfir hvernig rafrænir reikningar virka. Hægt er að senda staka reikninga í gegnum svokallaða Skúffu, en öll bókhaldsforrit, sem sum eru ókeypis þegar fáir reikningar eru sendir, bjóða upp á sendingu á XML-reikningum.