For English version, click here.

Neðangreindar upplýsingar koma í stað þeirra eldri.

Einkennapróf

Ef þú hefur flensulík einkenni sem gæti verið Covid, hringdu í okkur til að bóka tíma í síma 450 4500. Fylgdu leiðbeiningum og ekki koma inn á sjúkrahúsin. Sjá meðfylgjandi mynd um staðsetningu. Komdu á bíl, hjólandi eða gangandi. Vertu reiðubúin/nn að bíða í einangrun í 24–36 klukkutíma á meðan niðurstöðu er beðið. Sýnin eru tekin á Ísafirði alla virka daga kl. 13:00. Á Patreksfirði eru sýni tekin virka daga kl. 10:00 en á miðvikudögum kl. 9:00. Um helgar skal hringja í 1700 og þá er reynt að taka sýni eins og hægt er.

Próf í lok fimm daga sóttkvíar

Hringdu í okkur til að bóka tíma í síma 450 4500. Fylgdu leiðbeiningum og ekki koma inn á sjúkrahúsin. Sjá meðfylgjandi mynd um staðsetningu. Komdu á bíl, hjólandi eða gangandi. Vertu reiðubúin/nn að bíða í 24–36 klukkutíma á meðan niðurstöðu er beðið. Sýnin eru tekin á Ísafirði alla virka daga kl. 13:00. Á Patreksfirði eru sýni tekin virka daga kl. 10:00 en á miðvikudögum kl. 9:00. Sýni af þessu tagi eru ekki tekin um helgar.

Vottorð fyrir ferðalög til útlanda

Mörg lönd krefjast skírteinis um neikvætt Covid-sýni við komu til landsins. Frá og með 16. júlí 2021 verða slík próf ekki í boði á Vestfjörðum. Þessi próf eru í boði í Reykjavík, en sérstaklega er bent á hraðpróf Öryggismiðstöðvarinnar í Keflavík sem eru ódýrari og taka einungis 15 mínútur. Sjá vef Öryggismiðstöðvarinnar (oryggi.is) og travel.covid.is.


Höf.:GÓ