Rebekkustúkan Þórey á Ísafirði afhenti sjúkrahúsinu afar höfðinglegar gjafir á mánudag.

Um er að ræða búnað, húsgögn og innréttingar í aðstandendaherbergi stofnunarinnar. Meðal gjafanna var glæsilegur hornsófi, sjónvarp, ísskápur og fleira sem prýðir herbergið og eykur notagildi þess.

Þessi gjöf kemur sér afar vel enda er mikilvægt fyrir aðstandendur að eiga sér hlýlegt afdrep innan veggja stofnunarinnar. Einnig afhentu þær Blöðruskanna á bráðadeildina sem kemur að góðum notum.

Rannveig Björnsdóttir deildarstjóri sem veittu þessum stórgjöfum viðtöku og báru þakkir frá starfsmönnum öllum.

Á myndinni má sjá fulltrúa gefenda ásamt forstjóra og deildarstjóra.


Höf.:SÞG