Næstkomandi fimmtudag, 25.febrúar, verða einstaklingar fæddir 1941 og fyrr bólusettir á norðanverðum Vestfjörðum.

Í þetta sinn verður bólusett í

  • Bolungarvík klukkan 11:00 í Safnaðarheimilinu,
  • Þingeyri á Tjörn klukkan 13:00
  • Heilbrigðistofnunin á Ísafirði milli klukkan 11:00 og15:00.

Einstaklingarnir fá SMS í símann sinn þar sem kemur fram hvar og hvenær þeir eiga að mæta. Þeir Bolvíkingar sem ekki fá SMS í símann sinn mæta klukkan 11:00 í Safnaðarheimilið og Þingeyringar á Tjörn klukkan 13:00.

Ísfirðingar sem ekki fá SMS í símann sinn eru vinsamlegast beðnir um að koma klukkan 14:00 á Heilbrigðisstofnunina á Ísafirði. Einstaklingar á Suðureyri, Súðavík og Flateyri fá símhringingu um hvenær og hvert þeir eiga að mæta.

Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum fæddir 1941 og fyrr verður boðin bólusetning í vikunni. Allir verða boðaðir með símtali. 

Við biðlum til fólks að fylgjast með boðun til eldri aðstandanda sinna þannig að enginn missi af bólusetningu.

Höf.:SS