Verði af boðuðu verkfallsaðgerðum Læknafélags Íslands munu þær hafa áhrif á þjónustu Hvest. Öryggismönnun lækna verður tilstaðar og munu þeir sinna bráðatilvikum á þeim tíma sem verkfallið stendur.
Boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast 25. nóvember næstkomandi, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Verkfall hefur verið boðað frá miðnætti fram til klukkan 12 á hádegi þá daga sem verkfallið stendur.
Þjónusta sem ekki kallar á aðkomu lækna, til dæmis ungbarnavernd, mæðravernd og fleira verður óbreytt.
Við vonum að sjálfsögðu að kjaradeilan leysist og ekki verður af verkfallinu.
Verkfall hefur verið boðað frá miðnætti fram til hádegis á eftirfarandi dagsetningum:
- 25. nóvember (mánudag) til 28. nóvember (fimmtudag).
- 3. desember (þriðjudag) til 5. desember (fimmtudag).
- 9. desember (mánudag) til 12. desember (fimmtudag).
- 16. desember (mánudag) til 18. desember (miðvikudag).
Hlé verður á verkfallsaðgerðum frá 20. desember til og með 5. janúar 2025. Aðgerðirnar halda svo áfram mánudaginn 6. janúar 2025 með sama hætti, í fjögurra vikna lotum með sama hætti og hér að ofan, alveg fram að dymbilviku.
Lesa má nánar um verkfallsboðunina á vef Læknafélags Íslands.