Skjólstæðingar öldrunardeildar Hvest voru svo sannarlega ekki mótfallnir því að drekka kaffið úti í blíðunni og lyftist brúnin heldur en ekki þegar út var komið. Enda er fátt betra en drekka lútsterkt kaffi með marmaraköku í skjóli fyrir hafgolunni sunnan undir húsi. Bollinn sem hjúkrunarfræðingurinn heldur svo fagmannlega á er ekki fullur af kaffi heldur sólarvörn númer 50.


Höf.:SÞG