Hörður Högnason hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá stofnuninni.  

Hörður er fæddur á Ísafirði 1952 og lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1978.  Hann lagði stund á framhaldsnám í svæfingahjúkrun við Nýja hjúkrunarskólann árin 1978-1981. 

Hörður hefur starfað hjá stofnuninni og forverum frá árinu 1981 – 1989 sem hjúkrunardeildarstjóri og svæfingahjúkrunarfræðingur. Síðan starfaði hann sem hjúkrunarforstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði 1989 – 1998 og sem hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ 1998 – 2009.

Hörður var settur framkvæmdastjóri hjúkrunar við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða frá síðustu áramótum.

 


Höf.:ÞÓ