Þann 1. júní 2004 tóku þrjár nýjar ljósmæður, þær Ásthildur Gestsdóttir, Brynja Pála Helgadóttir og Halldóra Karlsdóttir til starfa við stofnunina eftir námsleyfi.

Vinna nú fjórar ljósmæður í teymisvinnu við mæðravernd, fæðingarhjálp og ungbarnaeftirlit hér á Ísafirði auk þess sem þær sinna mæðravernd og ungbarnaeftirliti á Suðureyri og í Súðavík.

Við þessa fjölgun á ljósmæðrum urðu töluverðar breytingar á starfstilhögun þeirra og vinna þær nú bæði á heilsugæslustöð og á fæðingardeild en áður voru þetta alveg aðskilin störf.

Undanfarið hafa nokkrar konur komið af sunnanverðum Vestfjörðum á átt sín börn hér og er það gleðiefni.
Á myndinni má sjá Halldóru Karlsdóttur, Ásthildi Gestsdóttur, Margréti Ásdísi Bjarnardóttur og Brynju Pálu Helgadóttur. 


Höf.:ÞÓ