Gildir frá 1. janúar 2025 

Dekkri litur litur vísar til deildarstjóra, hvítir reitir utan framkvæmdastjórnar vísa til starfsmanns eða fleiri starfsmanna.

Ósetnar stöður eru skáletraðar.

Skipuritið vísar til formlegrar ábyrgðar á starfsfólki. Þrjú svið fjárlaga—hjúkrunarsvið, sjúkrasvið og heilsugæslusvið—ganga þvert á störf allrar framkvæmdastjórnar. Margar deildir tilheyra fleiri en einu sviði.

Framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn er forstjóra til ráðgjafar, og skal forstjóri bera mikilvægar ákvarðanir um þjónustu og rekstur stofnunarinnar undir stjórnina. Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er framkvæmdastjórn fimm manna. Framkvæmdastjórn fundar hvern þriðjudag kl. 13:00.

Framkvæmdastjórn frá 1. janúar 2025:

  • Lúðvík Þorgeirsson forstjóri
  • Elísabet Samúelsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og reksturs
  • Hanna Þóra Hauksdóttir framkvæmdastjóri mannauðs
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar
  • Súsanna Ástvaldsdóttir framkvæmdastjóri lækninga

Aðrir stjórnendur

Aðrir stjórnendur hjá stofnuninni bera jafnan titilinn deildarstjóri, þó sumir beri af sögulegum ástæðum aðra titla.
Undir deildarstjóra heyra í sumum tilvikum aðstoðardeildarstjórar og verkefnastjórar.

Sjá lista yfir stjórnendur í starfsmannalista.

Uppfært 21. janúar 2025 (JEÚ)

Var síðan gagnleg?