Heilbrigðisstofnun Vestfjarða minnir á að það er hægt að senda inn fyrirspurnir til fagfólks á heilsugæslu og bóka læknisviðtal á heilsugæslu í gegnum Heilsuveru. Vefslóðin er https://www.heilsuvera.is/ Með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum opnast mínar síður þar sem hægt er að bóka tíma og senda fyrirspurnir. Fólk er hvatt til að nýta sér þennan möguleika.

Starfsmaður stöðvarinnar tekur á móti öllum skilaboðum sem berast í gegnum Heilsuveru og kemur þeim í réttar hendur. Þannig er tryggt að skilaboðum er svarað þó viðkomandi starfsmaður sé ekki í vinnu. Heilsuvera er örugg samskiptaleið ásamt því að samskipti eru skráð í sjúkraskrá.

Hér má sjá kennslumyndband fyrir tímabókanir í Heilsuveru.

Hér má sjá kennslumyndband fyrir fyrirspurnir í Heilsuveru.

Höf.:SLG