Eins og kunnugt er þá samdi stofnunin við Efnalaugina Albert ehf. um þvott fyrir sjúkrahúsið nú í vor.

Þann 30. júní var síðasti vinnudagurinn hjá starfsfólki þvottahússins og komu því margir saman til að drekka með þeim morgunkaffi.  Kokkurinn og hans lið var búið að útbúa morgunverðarhlaðborð eins og best gerist.

Á myndinni má sjá starfsmenn þvottahússins sem nú hafa lokið störfum en stofnunin óskar þeim velfarnaðar í því sem þeir kunna að taka sér fyrir hendur.


Höf.:ÞÓ