Heilbrigðisþjónustan á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða yfir páskana tekur mið af Covid19 hópsmitinu.

Á Ísafirði og Patreksfirði verða sýni tekin eftir þörfum. Eins og áður eru sýni ekki tekin nema að undangengnu samtali við lækni eða hjúkrunarfræðing. Til að fá samtal við lækni eða hjúkrunarfræðing hjá okkur skaltu hringja í 450 4500 milli kl. 8.00 og 16.00 alla páskahelgina.

Unnið er að því að skimun fyrir veirunni, í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu, hefjist eftir helgi bæði á Patreksfirði og Ísafirði.

Þeir sem þurfa heilbrigðissþjónustu sem ekki tengist Covid19 hringja í 1700 og verður vísað þaðan á réttan stað.

Gleðilega páska 


Höf.:SLG