Fyrir ári síðan gerði stofnunin samning við Martein Steinar Jónsson sálfræðing um komur á Heilsugæslustöðina á Ísafirði.

 Nú hefur verið gengið frá samningi um áframhaldandi þjónustu Marteins við stofnunina.  Hann mun vera með viðtalstíma tvisvar í mánuði eins og verið hefur.

Tímapantanir og nánari upplýsingar fást í afgreiðslu Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði sími: 450-4500 á milli kl. 08.00 og 16.00 virka daga.


Höf.:ÞÓ