Stöndum saman Vestfirðir er félagsskapur, sem lætur sér annt um samfélagið sitt og nú hefur hann safnað fyrir tækjum til að gefa sjúkrahúsinu. Voru þau afhent miðvikudaginn 8. júní. Um er að ræða barkaþræðingartæki með skjá af KingVision gerð fyrir erfiðar barkaþræðingar í svæfingum og í bráðatilfellum og 2 afar fullkomnar sprautudælur til svæfinga og til að gefa ýmis lyf í bráðatilfellum með nákvæmari hætti en hingað til hefur verið hægt á HVEST. Við þökkum af alhug fyrir dugnað og elju þeirra vinkvenna Tinnu, Hólmfríðar og Steinunnar, sem stóðu að söfnuninni og afhentu okkur tækin.


F.v: Hörður, Steinunn, Hólmfríður, Tinna, Þuríður og Auður

Höf.:HH