12. mars 2014 var haldinn stofnfundur Hjúkrunarráðs HV. Hjúkrunarráð og Læknaráð eru fagráð sem getið er í 15. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Í hjúkrunarráði sitja allir hjúkrunarfræðingar sem eru við störf á HV og hafa verið það í 3 mánuði eða lengur.

Hlutverk Hjúkrunarráðs HV er að:

  • Stuðla að því að hjúkrunin grundvallist ætíð á gildandi lögum, reglugerðum og siðareglum í samræmi við stefnu og markmið hjúkrunar á HV.
  • Vera faglegur og ráðgefandi aðili varðandi málefni er varða hjúkrunar- og ljósmóðurfræði á HV, svo og rekstur, stjórnun, uppbyggingu og nýtingu sjúkrahúss og heilsugæslu.
  • Vera ráðgefandi vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga, ljósmæður og stjórnendur HV.
  • Hafa frumkvæði og vera vettvangur faglegra umræðna um hjúkrun.
  • Hvetja til þróunarvinnu með eflingu klínískra rannsókna í hjúkrun og tengslum við menntastofnanir í heilbrigðisfræðum.
  • Taka til umfjöllunar og eða umsagnar málefni sem vísað er til ráðsins.

Stjórn Hjúkrunarráðsins skipa:

Sara Guðmundsdóttir, formaður

Hildur Elísabet Pétursdóttir

Jóhanna Oddsdóttir

Rakel Rut Ingvadóttir

Fundargerð stofnfundar, Starfsreglur Hjúkrunarráðsins og upplýsingar um stjórn eru á innra neti HV.

Höf.:HH