Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Bolungarvík, Ísafjarðarbær og lögreglan á Vestfjörðum halda stöðufund um covid 19 fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík á næstu dögum. Fundirnir verða sendir út á facebook og á þeim verður farið yfir stöðuna og spurningum svarað.
Bolungarvík:
Fundur verður haldinn föstudaginn 17. apríl kl. 15. Gerður hefur verið viðburður á Facebook fyrir Bolungarvík hér. Þar verður fundurinn sendur út beint. Hægt er að senda fyrirspurnir inn á fundinn en best væri að senda þær inn fyrir fund þannig að hægt verði að undirbúa svör. Fyrirspurnir eru sendar inn í gegnum síðuna/viðburðinn á facebook.
Dagskrá fundar í Bolungarvík:
1. Framsöguerindi:
- Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri
- Gylfi Ólafsson forstjóri Hvest
- Súsanna Björg Ástvaldsdóttir yfirlæknir heilsugæslu Hvest
- Karl Ingi VIlbergsson lögreglustjóri
2. Umræður og fyrirspurnir
Ísafjarðarbær
Fundur verður haldinn mánudaginn 20. apríl kl. 15. Gerður hefur verið viðburður á Facebook fyrir Ísafjarðarbæ hér. Þar verður fundurinn sendur út beint. Hægt er að senda fyrirspurnir inn á fundinn en best væri að senda þær inn fyrir fund þannig að hægt verði að undirbúa svör. Fyrirspurnir eru sendar inn í gegnum síðuna/viðburðinn á facebook.
Dagskrá fundar í Ísafjarðarbæ:
1. Framsöguerindi
- Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
- Gylfi Ólafsson forstjóri Hvest
- Súsanna Björg Ástvaldsdóttir yfirlæknir heilsugæslu Hvest
- Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri lögreglunnar á Vestjörðum
2. Umræður og fyrirspurnir
Íbúar í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ eru hvattir til að taka þátt. Upplýsingaflæði er sterkt vopn í baráttunni við veiruna og við erum jú öll almannavarnir.
Höf.:SLG