Stafræn framköllun röntgenmynda hófst í mars s.l. með nýjum CR 25 búnaði frá Agfa.

Með stafrænu framkölluninni eru röntgenfilmur úr sögunni og ekki varð lengur þörf fyrir sérstakt framköllunarherbergi.

Á myndinni má sjá vinnustöð og nýjan CR lesara stofnunarinnar við stjórnstöð gömlu röntgentækjanna.


Höf.:ÞÓ