Í samræmi við nýjustu ráðleggingar og tilmæli sóttvarnarlæknis hefur verið ákveðið að aflétta sóttkví fimm einstaklinga sem hafa verið í sóttkví á Ísafirði. Enn er einn einstaklingur í sóttkví á Ísafirði, sem verið hafði á öðru svæði en hinir fimm.

Ákvörðun um sóttkví er íþyngjandi en leiðbeiningar sóttvarnarlæknis setja þó ekki fortakslaust bann við að sinna sumum athöfnun daglegs lífs. Við biðlum því til almennings að sýna hvert öðru tillitssemi.

Við bendum á leiðbeiningar og ákvarðanir sóttvarnarlæknis, meðal annars um skilgreind áhættusvæði

Einkenni sýkingarinnar líkjast helst flensu; hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) og fá þar nánari upplýsingar um hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Veikir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að koma ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma.

Höf.:GÓ