Kór Menntaskólans við Hamrahlíð gladdi sjúklinga og starfsfólk með heimsókn sinni á sunnudaginn kl. 11. Sungu þau af list fyrir mannskapinn og vakti það gríðarmikla lukku enda dagskráin sérstaklega skemmtileg auk þess sem krakkarnir eru fyrirmynd jafnaldra sinna. Þakkar starfsfólk og sjúklingar skemmtunina sem var einstök.

 

Höf.:SÞG