Nú standa allmargar hendur fram úr ermum í eldhúsinu enda veitir ekki af.

Troða þarf 250 slátrum í afar magnaðar gervivambir sem skreyta munu borð sjúklinga og starfsmanna á komandi vetri. Þetta er mikil törn fyrir starfsfólk eldhússins og þarf Birgir matráður því að standa fyrir skemmtiatriðum meðan alvöru starfsmennirnir láta slátrið finna fyrir því. Ekki fylgdi sögunni hvort um sérstakt kólesteról-lækkandi, fituminna og blóðþrýstingsvænt heilsuslátur væri að ræða.


Höf.:SÞG