Helgina 6. og 7. apríl næstkomandi verður í boði 12 klst Skyndihjálparnámskeið í húsakynnum sjúkrahússins á Patreksfirði.
Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu og færni þátttakenda í að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. Að auka færni í að meta einkenni algengra sjúkdóma og áverka.
- Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita einföldum aðferðum í skyndihjálp á öruggan hátt.
- Námskeiðið er 12 klukkustundir, 6 klst hvorn dag frá kl 11 – 17. Það er metið til eininga í flestum framhaldsskólum, til aukinna ökuréttinda, starfsréttindum sjúkraliða o.fl.
- Athugið að forsenda fyrir námskeiðinu er að þátttaka sé næg.
- Þáttökugjald er 20 þús. kr með lágmark 15 þáttakendum til að námskeiðið sé haldið. Hámark 30.
- Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið og læknisvottorð liggur ekki fyrir. Eftir að námskeiðið er hafið er þátttökugjaldið ekki endurgreitt.
- ATH!! Hægt er að fá vatn, te og kaffi ásamt léttum mat en fólk er hvatt til að taka með sér millimál.
Viðurkenning
- Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár.
Skráning er hjá leiðbeinendum námskeiðs (sendið nafn og símanúmer):
- Þórunn Sigurbjörg Berg í netfang: thorunnsb3259@gmail.com
- Guðrún Ýr Grétarsdóttir í netfang: gudrun-yr@hotmail.com