Starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar mætti vel í matsalinn í dag til að gæða sér á hinni hefðbundnu kæstu skötu og stöppu líka, að sjálfsögðu. Virtist hún fara vel í mannskapinn, einhverjum fannst hún vel kæst en öðrum þetta vera „hálfgerð leikskólaskata“, meira í gríni þó en alvöru. En góð var hún.

 


Höf.:SÞG