Minningarsjóður Margrétar Leósdóttur gaf í gær tíu skiptiborð sem nota á við sundlaug endurhæfingardeildarinnar.

Er það bylting fyrir foreldra sem mæta með börn sín í ungbarnasund enda var engin aðstaða fyrir hendi til að afklæða eða klæða börnin fyrir og eftir sundsprettinn. Inga S. Ólafsdóttir afhenti gjöfina fyrir hönd sjóðsins en hún hafði einmitt komið auga á þörfina fyrir slíkum skiptiborðum þegar hún mætti með barnabarn sitt í ungbarnasund á dögunum.
Stjórn minningarsjóðs Margrétar Leósdóttur skipa auk Ingu þær Auður Helga Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og Friðný Jóhannesdóttir læknir. 


Höf.:SÞG