Hafin er skimun fyrir Covid-19 veirunni meðal íbúa á norðanverðum Vestfjörðum. Skimunin sem er samstarfsverkefni Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, stendur í þrjá daga og lýkur föstudaginn 17. apríl.
Sýnin eru tekin við Björgunarsveitarhúsið í Bolungarvík og á Ísafirði í Kampaskemmunni, Crossfitstöðinni, skoðunarstöð Frumherja og við kjallara sjúkrahússins í Ísafirði.
Góð þátttaka er hér á svæðinu og bókaðist fljótt í flesta tíma. Enn eru örfáir tímar lausir, skráning fer fram á bokun.rannokn.is. Ahugið að skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis. Einstaklingar í sóttkví eða einangrun skulu halda sig heima.
Verkefnið er unnið af starfsfólki Hvest ásamt sjálfboðaliðum. Meðfylgjandi eru myndir sem Haukur Sigurðsson tók á skimunarstöðum á Ísafirði á miðvikudagsmorgun.
Höf.:SLG