Ponizej po Polsku
English below

Í vikunni hefst skimun meðal íbúa á norðanverðum Vestfjörðum fyrir Covid-19. Skimað verður í Bolungarvík og á Ísafirði. Þetta er samvinnuverkefni Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis. Einstaklingar í sóttkví eða einangrun skulu halda sig heima. Þeir sem finna til einhverra einkenna skulu hafa samband við 450-4500 til að fá tíma í sýnatöku hjá heilbrigðisstofnuninni.

Skimað verður miðvikudaginn 15. apríl, fimmtudaginn 16. apríl og föstudaginn 17. apríl.

Hægt er að velja á milli fimm skimunarstaða:

  • Björgunarsveitarhúsið við Hafnargötu í Bolungarvík (á bíl)
  • Skoðunarstöð Frumherja við Skeiði á Ísafirði (á bíl)
  • Crossfit-stöðin við Sindragötu á Ísafirði (á bíl)
  • Kampaskemman (Aldrei fór ég suður-skemmuna) við Ásgeirsgötu (á bíl)
  • Úti við kjallara sjúkrahússins á Ísafirði (gangandi).

Sjá örvar á kortum til að sjá úr hvaða átt komið er að húsunum. Æskilegt er að drepa á bílnum meðan beðið er.

Heilbrigðisstarfsfólk tekur sýni úr bæði hálskoki og nefkoki. Niðurstað greiningarinnar verður birt á vefnum heilsuvera.is og hringt er í alla sem reynast bera smit.

Bóka þarf tíma á vef Íslenskrar erfðagreiningar, https://bokun.rannsokn.is/.

Best er að nota rafræn skilríki en hægt er einnig að nota kennitölu og símanúmer.

Skimað verður á sunnanverðum Vestfjörðum á næstu dögum eða vikum.

English.

Íslensk erfðagreining (deCODE genetics) is screening for COVID-19 in the general population in Iceland.

The objective is to learn about community spread of the virus.
The testing is free of charge. You can register by visiting https://bokun.rannsokn.is/.

Polski

Íslensk erfðagreining (deCODE genetics) prowadzi badania na terenie Islandii wykonując testy pod kątem COVID-19.
Celem badań jest poznanie w jaki sposób wirus rozprzestrzenia się w społeczeństwie.
Testowanie jest bezpłatne. Możesz się zarejestrować odwiedzając stronę internetową: https://bokun.rannsokn.is/.


Höf.:GÓ