Varla voru frambjóðendur Vinstri grænna farnir úr húsi en aðra gesti bar að garði en þar fóru Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ásamt Birnu Lárusdóttur forseta bæjarstjórnar og frambjóðanda til alþingiskosninga, Inga Þórs Ágústssonar bæjarfulltrúa og Kristrúnar Birgisdóttur, aðstoðarmanns ráðherra. Fóru þau hring um húsið og settust síðan að snæðingi með starfsmönnum. Á myndinni er Sturla í góðum félagsskap en ólíklegt verður að teljast að samið hafi verið um mörg jarðgöng í þetta sinnið.

 


Höf.:SÞG