Þriðjudaginn 20. ágúst fer fram afhending gjafa til Sjúkrahússins á Patreksfirði þar sem afhent verða margvísleg ný tæki, búnaður og áhöld eða tíu sjúkrarúm ásamt fylgihlutum, ómskoðunartæki, æðarsjá, lífsmarksmælir, sprautudæla, súrefnissía, loftdýna, sogdæla og TNT hjartamælir. Gefendur eru Styrktarsjóður Heilbrigðisstofnunar Vestur-Barðastrandarsýslu, Kvenfélagið Sif og Slysavarnardeildin Unnur, bæði á Patreksfirði. Verðmæti gjafanna er rúmar 11 milljónir króna.
Styrktarsjóður Heilbrigðisstofnunar Vestur-Barðastrandarsýslu er dánargjöf Einars B. Bjarnasonar frá Hreggstöðum og starfar sjóðurinn samkvæmt skipulagsskrá frá árinu 1992 með því markmiði:
„..að efla og styrkja heilbrigðisþjónustu í Vestur-Barðastrandarsýslu við Sjúkrahúsið Patreksfirði, Heilsugæslustöðina Patreksfirði, Heilugæslustöðina Bíldudal og aðrar heilbrigðisstofnanir eða heilbrigðissstarfsemi sem á fót kunna að verða settar í sýslunni, með tækjakaupum eða á annan hátt.“
Dagskrá afhendingarinnar verður þannig:
Kl. 13:00-14:30
Fundur framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
Kl. 14:30-15:30
Gjafir afhentar
Gestir boðnir velkomnir: Þórir Sveinsson, fjármálastjóri.
Ávarp: Úlfar Thoroddsen. Erindi um Einar B. Bjarnason frá Hreggstöðum, dánargjöf hans og tilurð Styrktarsjóðs Heilbrigðisstofnunar Vestur-Barðastrandarsýslu.
Ávarp: Fulltrúi félagasamtaka sem gáfu til verkefnisins.
Ávarp: Iða Marsibil Jónsdóttir, formaður stjórnar Styrktarsjóðs heilbrigðisstofnunar Vestur-Barðastradarsýslu.
Ávarp: Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Kl. 15:30:
Kaffiveitingar