Í húsnæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða fer fram rafræn vöktun með eftirlitsmyndavélum í öryggis- og eignavörsluskyni. Um er að ræða myndbandsupptökur án hljóðs og hljóðritun símtala.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er ábyrgðaraðili vöktunarinnar og tryggir öryggi persónuupplýsinga þeirra sem sæta vöktun. Við vökt­unina er sér­stak­lega hugað að því að gæta meðalhófs og að ganga ekki lengra en þörf krefur til að virða einka­lífs­rétt þeirra er vökt­unin beinist að. Vökt­unin fer ein­göngu fram í skýrum, mál­efna­legum og lög­mætum til­gangi.

Ákveðnir verk­ferlar gilda um skoðun efnis sem verður til við vöktunina og er slíkt ein­ungis skoðað af þeim sem hafa til þess skýra heimild.

Umfang vöktunar

Myndavélar eru settar upp á göngum, almenningsrýmum og við innganga stofnunarinnar þar sem vöktun er talin nauðsynleg. Merkingar á vöktun eru sjáanleg áður en komið er inn á vaktað svæði og veita upplýsingar um vöktunina, þar á meðal hlekk á þessa síðu.

Áður en upptaka hefst á símtölum, eru spiluð skilaboðin „Símtalið er hljóðritað“. Við lok upptöku spilast skilaboðin „Upptöku lýkur“.

Réttur þeirra sem vöktun sæta

Sá sem sætt hefur raf­rænni vöktun á rétt á að skoða gögn sem til verða um viðkom­andi við vökt­unina. Skal heimila skoðun jafn fljótt og auðið er og eigi síðar en innan eins mánaðar frá mót­töku slíkrar beiðni. Þetta á þó ekki við ef réttur þess sem sætt hefur vökt­un­inni til að fá að skoða gögnin þykir eiga að víkja að nokkru eða öllu fyrir hags­munum annarra en hans eigin. Ef óljóst er hvort verða á við beiðni um skoðun eða hlustun er efni sent til lög­reglu eða Per­sónu­verndar til skoðunar.

Varðveisla persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun

Upp­lýs­ingar sem verða til við raf­ræna vöktun verða varðveittar að hámarki í 90 daga. HVEST eyðir upp­tökum að þeim tíma liðnum. Þetta á ekki við um upp­tökur sem hafa verið sendar lög­reglu vegna slysa eða refsiverðra mála, upp­tökur vegna sönn­unar krafna í dóms­málum eða annarra slíkra laganauðsynja eða að Per­sónu­vernd heimili sér­stak­lega eða mæli fyrir um lengri varðveislu­tíma.

Andmæli við framkvæmd vöktunar

Kom fram athuga­semdir eða and­mæli við fram­kvæmd vökt­unar og/​eða ábend­ingar um að hún upp­fylli ekki þær kröfur sem settar eru í reglum þessum eða lögum skal hafa sam­band við per­sónu­verndar­full­trúa Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða með því að senda tölvu­póst á net­fangið personuvernd@hvest.is eða hringja í síma 450 4500.

Einnig má senda kvörtun til Persónuverndar á heimasíðu þeirra https://www.personuvernd.is/hafa-samband/.

Lög og reglur

Reglur Heilbrigðisstofnun Vestfjarða um örygg­is­vöktun byggja á:

Uppfært 5. febrúar 2024 (JEÚ)

Var síðan gagnleg?