Þriðjudaginn 2. júní er stefnt að því að starfsemi endurhæfingardeildarinnar á Ísafirði verði aftur með eðlilegum hætti. Meðferðir sjúkraþjálfara hefjast að nýju og æfingarsalur verður opinn fyrir aðila utan úr bæ. Einnig verður sundlaugin opin og heiti potturinn.

Hópæfingar fyrir eldri borgara á Hlíf hefjast aftur í september.

Almennur opnunartími deildarinnar er 8:00 til 16:00. 

Æfingarsalur er opinn alla virka daga frá 8:00-10:00 og 11:30-15:45

Sundlaug er opin 

Mánudaga og miðvikudaga frá 8:00-14:00

Þriðjudaga og föstudaga er frá kl. 8:00-15.30

Fimmtudaga frá 8:00-11:30 og 12:30-15:30


Höf.:SLG