Boðið er til fundar þann 20. apríl kl. 15:30 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Kynnt verður uppbygging nýs háskólasjúkrahúss.

Á fundinn munu mæta þau Gunnar Svavarsson verkfræðingur og formaður verkefnisstjórnar, Gyða Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur stjórnarmaður í verkefnisstjórn og Jóhannes M. Gunnarsson læknisfræðilegur framkvæmdastjóri nýs háskólasjúkrahúss.

Fundurinn er opinn öllum og vonast er til þess að heilbrigðisstarfsfólk, núverandi og verðandi sveitarstjórnarfólk og almenningur sem áhuga hefur á heilbrigðismálum mæti.


Höf.:ÞÓ