Í dag 23. mars 2004 opnaði nýr vefur Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar. Gamli vefurinn fullnægði ekki þeim nútímakröfum sem gerðar eru til upplýsingaflæðis stofnana af þessu tagi, og því var ráðist í gerð nýs vefjar.

Á nýja vefnum eru allar helstu upplýsingar um starfssemi stofnunarinnar sem og hagnýtar upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur. Starfsemin er kynnt í stuttu máli og á mörgum stöðum er vísað í frekari lestur annars staðar á veraldarvefnum. Á síðunni er auk þess mikið tenglasafn tengt heilbrigðisgeiranum með á annað hundrað tengla. Einnig er möguleiki að senda fagfólki spítalans spurningar á rafrænu formi.
Saga Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar er um margt merkileg, og er henni gerð góð skil á vefnum. Einnig má finna fróðleik um sögu heilsugæslu á Flateyri og Þingeyri.

Vefurinn hefur að nokkru leyti verið þýddur á pólsku og ensku, en helstu upplýsingar má einnig finna á tælensku. Stefnt er að því að uppfæra vefinn á öllum tungumálum þannig að erlendir íbúar svæðisins hafi aðgang að sem víðtækustu upplýsingum, rétt eins og þeir innfæddu. Einnig verður tekið til reynslu möguleiki fyrir Pólverja að sækja um tíma hjá lækni á netinu og verið er að vinna að gerð pólsk ? íslenskrar heilbrigðisorðabókar á vefnum til að létta sjúklingum og fagfólki spítalans samskipti.

Þórarinn Leifsson hannaði grunnútlit vefjarins, Birgir Þór Halldórsson í Snerpu sá um forritun hans en Daði Ingólfsson tölvunarfræðingur var ráðinn tímabundið til Heilbrigðisstofnunarinnar til að sjá um verk- og ritstjórn auk annarar tilfallandi vinnu er varðar vefinn.