Hjalti Sölvason hefur verið ráðinn mannauðs- og rekstrarstjóri HVEST til 1 árs frá 14. maí n.k. Kemur hann í stað Önnu Grétu Ólafsdóttur, sem þurfti að láta af störfum eftir stutta viðveru á Ísafirði af fjölskylduástæðum.

 

Hjalti er kerfisfræðingur að mennt, með MBA gráðu í viðskiptafræði frá Edinborgarháskóla og próf í verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík, auk annars. Hann hefur víðtæka reynslu í ráðgjafar-, stjórnunar- og mannauðstörfum tengdum menntun sinni, nú síðast sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði sölu, markaðs- og rekstrarmála erlendis.

 

Fyrir utan mannauðsmálin, mun Hjalti taka að sér nýtt starf rekstrarstjóra stoðdeilda HVEST og annarra starfssviða, sem áður heyrðu undir fjármálastjóra.

 

Hjalti er boðinn velkominn til starfa og hlökkum við til að fá til liðs við okkur mann með hans víðtæku reynslu.


Hjalti Sölvason, mannauðs- og rekstrarstjóri

Höf.:HH