Nokkrar ungar konur, ásamt börnum sínum, litu við á fæðingadeild sjúkrahússins á dögunum. Tilgangurinn var sá að færa deildinni gjöf sem er fyrst og fremst hugsuð sem þakklætisvottur fyrir veitta aðstoð og stórkostlega þjónustu.
Nú er fæðingadeildin að gangast undir algera andlitslyftingu sem búast má við að ljúki á næstu dögum. Leist hópnum vel á breytingarnar og líklegt má því telja að þær eigi eftir að nýta sér þjónustu deildarinnar aftur enda allar á hápunkti barneignaaldursins.
Á myndinni má sjá þennan myndarlega hóp ásamt Brynju Pálu Helgadóttur og Halldóru Karlsdóttur ljósmæðrum.


Höf.:SÞG