Heimasíða Heilbrigðisstofnunarinnar, www.fsi.is, var notuð nokkuð af vefvöfrurum frá maí 2009 til apríl 2010 þó svo að hún fari seint í flokk vinsælustu síðna landsins. Að meðaltali heimsóttu 123 notendur síðuna vikulega og flettu henni 448 sinnum. Yfir heilt ár var undirsíðan „Heilsugæsla“ oftast lesin eða 3170 sinnum yfir tímabilið, þá „Laus störf“ sem fékk 2964 heimsóknir og svo „Fjórðungssjúkrahúsið“ sem fékk 2870 heimsóknir. 83% notenda tengdust síðunni frá tölvum staðsettum á Íslandi (eða stilltar á slíkt).


Höf.:SÞG