Starfsmenn Dótakassans á Ísafirði heyrðu af því að leikföng Heilbrigðisstofnunarinnar væru orðin úr sér gengin og ákváðu að gera bragarbót þar á. Úr varð að Dótakassinn gaf bráðadeild HSÍ myndarlegan pakka, fullan af frábærum leikföngum sem sjást hér til hliðar. Geta nú börnin tekið gleði sína á ný og leikið við fleira en hvurn sinn fingur. Þakkar starfsfólk sjúkrahússins kærlega fyrir velviljann og þessa góðu gjöf.


Höf.:SÞG