• Á dagvinnutíma, hringdu í 450 4500.
  • Hjálparsími 112 og vaktsími 1700 beina brotaþola utan dagvinnutíma til vakthafandi læknis/hjúkrunarfræðings á starfsstöðvum stofnunarinnar sem aðstoðar við viðeigandi ráðstafanir hverju sinni.
  • Hringið í 112 fyrir neyðartilfelli.
  • Netspjall 112 er alltaf opið.
    • Hægt er að eiga nafnlaust netspjall ef ekki er óskað eftir neyðarþjónustu á staðinn.

Neyðarmóttakan er staðsett á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði og á Patreksfirði og er opin allan sólarhringinn, en utan dagvinnutíma þarf að hringja á undan sér.

Einnig má fá aðhlynningu vegna kynferðisofbeldis á bráðamóttöku Landspítalans.

Hlutverk neyðarmóttöku er að:

  • Veita aðhlynningu eftir brot
  • Gera réttarmeinafræðilega skoðun, sé hennar þörf, í samstarfi við lækna
  • Veita aðstoð við að leita til réttindagæslumanns og lögreglu
  • Vísa á áfallahjálp eða geðheilsuteymi
  • Kynna þolendum þá valkosti sem þau hafa með framhaldið

Aðkoma lögreglu er ekki skilyrði til að fá aðhlynningu og ákvörðun um kæru þarf ekki að liggja fyrir.

Þolendur eru hvattir til að leita aðstoðar eftir kynferðisbrot, burtséð frá tíma frá broti, eðli brots eða alvarleika.

Fyrstu sólarhringirnir eftir að brot er framið, er mjög mikilvægur tími sérstaklega varðandi lífsýnasöfnun ef ákveðið er að kæra brotið síðar.

  • Gögnin/lífsýnin er þá hægt að nota til að styðja mál fyrir dómi. Með lífsýnum er átt við þau efni úr fólki sem getur veitt líffræðilegar upplýsingar um það.
  • Gögn af staðnum sem atburðurinn átti sér stað og upplýsingar frá vitnum, ef vitni eru til staðar. 

Einnig er hægt er að leita til heilsugæslu á dagvinnutíma óhað tímalengd frá broti:

  • til að fá ráðgjöf, stuðning, fræðslu og aðstoð við úrvinnslu
  • vegna sýnatöku fyrir smitsjúkdómum, kynsjúkdómum, sýkingum, þungun eða öðru slíku
  • hægt að fá tengingu við réttargæslumann sé þess óskað óháð tímalengd frá broti eða ákvörðun um kæru.


Lesa má nánar um:

Uppfært 17. ágúst 2023 (GÓ)

Var síðan gagnleg?