Á Fæðingadeild HVEST á Ísafirði er nú komin í brúk Neopuff öndunarvél fyrir nýbura. Um er að ræða súrefnisblandara og tæki sem dælir lofti í nýburann undir jöfnum þrýstingi, en með handstjórn á magni loftsins í stað þess að gera það með öndunarbelg. Tækið er mjög auðvelt í notkun og til mikilla þæginda, þegar hjálpa þarf nýbura með fyrstu andartökin.

Tækið er gefið af Oddfellowstúkunni nr. 6, Gesti á Ísafirði. Fleiri tæki sem stúkan gefur hafa verið að koma í hús undanfarið. Má þar nefna 2 vökvadælur á Bráðadeildina, handhægan CRP mæli fyrir vaktlækni Heilsugæslunnar, háa, rafdrifna göngugrind fyrir Endurhæfingardeildina og von er á lyfjameðferðarstól og borði fyrir Bráðadeildina. Við á HVEST erum innilega þakklát fyrir þessa rausn og þann hlýhug í okkar garð, sem Oddfellowstúkan sýnir með þessum gjöfum.


Höf.:HH