Um 550 manns komu saman við Sjúkrahúsið á Ísafirði nú í hádeginu og mótmæltu fyrirhuguðum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu.

Margir klæddust einhverju rauðu til að sýna blóðtökuna sem verður nái niðurskurðurinn fram að ganga. Í tilkynningu boðenda sagði:?Mætum öll og sendum skýr skilaboð til stjórnvalda, með þessum aðgerðum þeirra er öryggi okkar ógnað og búsetuskilyrðum raskað.“ Mótmælin hófust kl. 12:30 og stóðu til kl. 13.

Á myndinni má sjá hluta mótmælendanna en keðjan náði hringinn í kring um sjúkrahúsið og var tvöföld á köflum.


Höf.:ÞÓ